top of page
386598316_1075725027066831_4243675840937338482_n.jpg

Gildin endurspegla vinnuna

Fagmennska

Starfsmenn Zetor sýna ábyrgð og hafa fagmennsku, gagnkvæma virðingu og heiðarleika að leiðarljósi. Með góðri samvinnu við viðskiptavini og verktaka stuðla starfsmenn Zetor að sterku og árangursríku vinnuumhverfi. Í umhverfi sem er í stöðugum breytingum sýnum við frumvæði og tileinkum okkur nýjungar til að bæta þjónustu við viðskiptavini okkar.

Öryggi

Zetor metur starfsöryggi á vinnustöðum í umsjón sinni mikils virði, það á jafnt við um eigin starfsmenn, verktaka, samstarfsaðila, birgja, verkkaupa og nánasta umhverfi er fyrirtækinu mjög mikilvægt. Fyrirtækið hagar störfum sínum í samræmi við lög um hollustuhætti og öryggi og leiðbeinir þeim sem vinna undir stjórn Zetor á vinnustöðum fyrirtækisins. 

Traust

Við leggjum áherslu á trúnað í viðskiptasamböndum við þá verkkaupa og verktaka sem við vinnum fyrir eða leiðum saman í samstarf. Við stöndum við okkar loforð og þær kröfur sem til okkur eru gerðar. Við berum virðingu fyrir skoðunum og ábendingum annarra og fylgjum þeim lögum og reglum sem tilheyra okkar starfsvettvangi. 

bottom of page