top of page

Skilmálar

Ferlið þegar búið er að senda inn verkbeiðni með kennitölu og samþykkja skilmála.
 

 • Sendur er út póstur með tillögu að skoðunartíma sem verkkaupi samþykkir eða leggur til annan tíma.

 • Verkið er þá stofnað í gæðakerfinu okkar.

 • Reikningur er sendur út fyrir staðfestingargjaldinu og hann þarf að vera greiddur fyrir skoðun. 

 • Staðfestingargjaldið er 35.000 + vsk. 

 • Innifalið í því gjaldi er stofnun verksins, undirbúningur starfsmanns, mæla og  áhalda fyrir skoðunina.
   

 • Vinnan við skoðunina sjálfa er greidd samkv tímagjaldi 17.465 + vsk pr.klst. 

 • Skýrslugerð / Minnisblað eftir skoðunina er valkvætt, það er unnið á sama tímagjaldi. 

 • Akstur og annar kostnaður er innheimtur samkv gjaldskrá. 

 • Greiningar sýna á rannsóknarstofu eru ekki innifaldar í tímagjaldi og eru reikningsfærðar samkv gjaldskrá.

 • Sýni sem senda þarf í greiningu eru aldrei tekin án samþykkis húsráðanda og samþykkis á kostnaði við sýnatökur.


Verkkaupi útvegar eftir aðstæðum þessar upplýsingar áður en skoðun fer fram, ef hægt er:

 1. Teikningar og/eða myndir til að skoðunarmaður geti betur áttað sig á aðstæðum og spara þannig tíma á verkstað í skoðuninni.
   

 2. Verkkaupi getur valið um að fá skýrslu með niðurstöðum skoðunar, eða álit og munnlegar niðurstöður á staðnum.
   

 3. Heilsufar íbúa getur gefið miklar upplýsingar og gott að þær upplýsingar séu tiltækar.


              ( Allar persónuupplýsingar eru trúnaðarmál og meðhöndlaðar sem slíkar.) 

bottom of page